Íslenska eldhúsið valið eitt hið versta í heimi

Íslendingar búa yfir einni verstu matarmenningu í heimi ef marka má niðurstöður könnunar vefsíðunnar TasteAtlas. Meðlimir síðunnar, 140.000 talsins, hafa kosið yfir 16.000 rétti víðsvegar að úr heiminum og gefið þeim einkunn. Útkoman er listi yfir það besta og versta sem í boði er og lenti Ísland í 91. sæti af 95 löndum.

Norðmenn fá algera útreið

Besta matinn er að finna á Ítalíu samkvæmt könnuninni og þar á eftir koma lönd á borð við Grikkland, Spán, Japan, Indland og Mexíkó. Hin rómaða matarmenning Frakka hafnar í níunda sæti á listanum en hin umdeilda matarmenning Breta í sæti númer 29, fyrir ofan rómaðan mat Taílendinga. Nágrannalönd okkar koma flest betur út en við Íslendingar. Danir eru í 35. sæti, Svíar eru í 62. sæti og Finnar í 72. sæti. Norðmenn fá hins vegar algera útreið og hafna í 95. sæti, neðstir allra þjóða.

Könnun TasteAtlas tekur til svokallaðs hversdagsmatar svo við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að verið sé að hafna okkar ágætu „fínu“ veitingastöðum.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert