Heimkoma íslenska hópsins óljós

Hópur Íslendinga á vegum Landsbjargar er við störf í Tyrklandi.
Hópur Íslendinga á vegum Landsbjargar er við störf í Tyrklandi. Ljósmynd/Aðsend

Óljóst er hvenær íslenski hópurinn á vegum Landsbjargar kemur aftur til Íslands. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi landsbjargar, segir í samtali við mbl.is að hópurinn komi heim „í versta falli seint á mánudagskvöldi en í besta falli á morgun“.

Jón segir hópinn hafa lokið við flest störf sín á svæðinu og Landsbjörg vinni nú í því að ná flugi fyrir hann heim.

Hópurinn hefur verið í samhæfingarstöð í Adiyaman í Tyrklandi en samhæfingarkerfinu var lokað kl. 21 í gærkvöldi að íslenskum tíma og hefur kerfi heimamanna tekið við af þeim.

„Það er bara verið að skoða margar leiðir en þau hafa, skilst mér, að mestu lokið störfum og flestar sveitir eru að tínast heim.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert