Isavia fær undanþágur

Ótíma­bundið yf­ir­vinnu­bann fé­lags­manna hefst að óbreyttu kl. 16 á morg­un.
Ótíma­bundið yf­ir­vinnu­bann fé­lags­manna hefst að óbreyttu kl. 16 á morg­un. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Isavia hefur fengið samþykktar undanþágubeiðnir frá Félagi flugmálastarfsmanna ríkisins (FFR) vegna ótímabundins yfirvinnubanns félagsmanna FFR sem hefst að óbreyttu klukkan 16 á morgun. 

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í skriflegu svari við fyrirspurn mbl.is að undanþágubeiðninar eru fyrir þjónustu á flugvöllum og í flugleiðsögu vegna sjúkraflugs, leitar- og björgunarflugs, vegna breytinga á áfangastað loftfars, sem geta orðið vegna bilana, óvæntra lokana flugvalla, óveðurs eða veikinda um borð, og vegna virkjana neyðaráætlana eins og flugslysaáætlana eða áætlana vegna eldgosa. 

FFR og Isavia funduðu til miðnættis í gærkvöldi hjá ríkissáttasemjara og sagði Unnar Örn Ólafsson, formaður FFR, í samtali við mbl.is í morgun að sá fundur hafi borið lítinn árangur. 

Báðir aðilar fari sáttir frá borði

Í svari Guðjóns segir að Isavia bindi vonir við að viðræður skili niðurstöðu þannig að báðir aðilar fari sáttir frá samningaborðinu en næsti fundur verður á morgun. 

„Við höfum á síðustu dögum verið að fara yfir möguleg áhrif yfirvinnubanns á okkar starfsemi og höldum því áfram,“ segir í svari Guðjóns. 

„Almennt séð mun yfirvinnubann koma í veg fyrir að hægt sé að fá félagsfólk FFR sem starfar hjá Isavia ohf og dótturfélögum til yfirvinnu t.d. ef kemur til veikinda eða vegna álags í rekstri sem gæti t.d. orðið vegna óveðurs.“

Fé­lags­menn FFR eru meðal ann­ars flu­gör­ygg­is­verðir, raf­einda­virkj­ar, smiðir, flug­fjar­skipta­menn, flug­vall­ar­eft­ir­lits­menn og skrif­stofu­fólk.

mbl.is