Kaupa 45 þúsund tonn af kolefnishlutlausu eldsneyti

Spurð hvort slík stóriðja muni kalla á aukna raforkuframleiðslu og …
Spurð hvort slík stóriðja muni kalla á aukna raforkuframleiðslu og því fleiri virkjanir svarar Auður því játandi og bendir á að þegar sé mikil raforkuþörf hér á landi. Samsett mynd

Icelandair hyggst kaupa allt að 45 þúsund tonn á ári af eldsneyti af íslenska nýsköpunarfyrirtækinu IðunnH2 sem unnið úr rafmagni, vetni og endurunnu koldíoxíði hér á landi.

Um er að ræða kolefnishlutlaust rafeldsneyti sem mun koma til með að nýtast til íblöndunar á núverandi flugvélarflota, og í kjölfarið minnka útblástur um allt að 10% í millilandaflugi á ári að samkvæmt tilkynningu frá félaginu.

„Með endurvinnslu koldíoxíðs helst magn þess í andrúmsloftinu óbreytt en eykst ekki eins og við framleiðslu og bruna jarðefnaeldsneytis,“ segir í tilkynningunni.

Viljayfirlýsing var undirrituð í gær og er stefnt að því að árið 2028 muni flugfélagið hefja kaup á eldsneytinu.

„Auðvitað eru mörg skref framundan en þarna teljum við að það sé tækifæri til þess að byggja upp rosalega flott verkefni og framleiða vöru sem markaðurinn er að kalla eftir,“ segir Auður Baldvinsdóttir, framkvæmdastóri IðunnarH2, í samtali við mbl.is.

Viljayfirlýsing var undirrituð í dag og er stefnt að því …
Viljayfirlýsing var undirrituð í dag og er stefnt að því að árið 2028 muni flugfélagið hefja kaup á eldsneytinu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Grænt vetni og kodíoxíð

Segir hún að um sé að ræða „skrefin sem við þurfum að taka í baráttunni við loftslagsvána“.

„Tæknin er til, í smærri einingum. En þar sem er að gerast núna á heimsvísu er að það er verið að taka þær og þróa í stærri einingar,“ bætir Auður við.

Hyggst fyrirtækið byggja upp starfsemi í Helguvík á komandi árum, þar sem notast verður við grænt vetni og koldíoxíð.

“Við vitum að aukin notkun sjálfbærs flugvélaeldsneytis er ein hagkvæmasta leiðin til þess að lækka útstreymi úr millilandaflugi,“ segir Auður og bætir við að Ísland sé vel í stakk búið til framleiðslu á slíku rafeldsneyti.

„Hér er tækifæri til að nýta íslenskt hugvit og íslenskar auðlindir í þágu þess að stemma stigu við loftslagsbreytingar – stíga þau skref sem við vitum að við þurfum að taka.“

Augljóslega einhver virkjun sem fylgir

Spurð hvort slík stóriðja muni kalla á aukna raforkuframleiðslu og því fleiri virkjanir svarar Auður því játandi og bendir á að þegar sé mikil raforkuþörf hér á landi.

„Það er rosalega mikil uppsöfnuð þörf til þess að virkja hér á þessu landi – þannig það verður að virkja hvort sem er.

En jú, fyrir svona vinnslu á þessari stærðargráðu sem við erum að tala um þá verður augljóslega verður einhver virkjun sem fylgir því.“

Framleiðslan geti þó farið fram með sveigjanlegum hætti, sem leiði til heildarnýtingu raforkukerfisins. 

„Það sem er gott við svona vinnslu er að vera með sveigjanlega notkun. Það er verið að tala um að það verði hægt að keyra slíka vinnslu þegar það er rok eða þegar það er mikið rennsli í lónum. Þannig sveigjanleiki í notkun bætir í raun heildarnýtingu raforkukerfisins.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert