„Samtalið er byrjað “

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar á ársfundi Landsvirkjunar 2023.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar á ársfundi Landsvirkjunar 2023. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir að viðræður við Alcoa um raforkuverð til álversins á Reyðarfirði séu hafnar. Í samningum er ákvæði um endurskoðun raforkuverðs árið 2028.

Hörður vonar til þess að ekki verði tekist harkalega á í þeim samningaviðræðum sem framundan eru. „Þetta eru stærstu viðskiptasamningar Íslandssögunnar sem verið er að gera. Því er eðlilegt að tekist sé á. En ég hef trú á farsælli lausn eins og í öðrum samningum,“ segir Hörður. 

Spurður segir hann að samningaviðræður hafnar. „Samtalið er byrjað,“ segir Hörður en vill að öðru leyti lítið tjá sig um framgang viðræðna. Hann segir enn nokkur ár í að niðurstaða viðræðna muni liggja fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert