Kvíðir sumrinu í Litlu jólabúðinni

Litla jólabúðin við Laugaveg.
Litla jólabúðin við Laugaveg. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég myndi aldrei selja búðina ef ég væri 30 árum yngri, en nú segir skrokkurinn að nóg sé komið,“ segir Anne Helen Lindsay, kaupmaður í Litlu jólabúðinni við Laugaveg.

Anne og maður hennar, Gunnar Hafsteinsson, hafa ákveðið að selja búðina eftir 22 ára rekstur. „Við erum orðin 76 ára gömul bæði og ætlum að setjast í helgan stein,“ segir Anne sem hefur þreifað fyrir sér með sölu síðustu misseri en lítið gerðist á tímum kórónuveirunnar.

Litla jólabúðin var auglýst til sölu í Morgunblaðinu í vikunni og vakti auglýsingin mikla athygli.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: