Ingi einnig með réttarstöðu sakbornings

Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður
Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður

Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður á Heimildinni, var kallaður í yfirheyrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra á þriðjudaginn vegna rannsóknar á símstuldi og afdrifum gagna sem voru á honum.

Ingi Freyr hefur verið með réttarstöðu sakbornings í málinu frá upphafi, að því er Heimildin greinir frá. Hann var ekki upplýstur um það fyrr en í síðustu viku vegna þess að hann var á sínum tíma búsettur erlendis.

Fram kemur að hann sé með réttarstöðu sakbornings vegna þess að honum voru sendir tölvupóstar haustið 2021, nokkrum mánuðum eftir að umfjöllun um „skæruliðadeild Samherja“ birtist.

Blaðamennirnir Aðal­steinn Kjart­ans­son, Þóra Arn­órs­dótt­ir, Þórður Snær Júlí­us­son og Arn­ar Þór Ing­ólfs­son hafa einnig notið réttarstöðu sakbornings í málinu og verið yfirheyrð. 

mbl.is