Muni teppa umferðina enn frekar

Umferðin er oft þung og margir beygja til vinstri inn …
Umferðin er oft þung og margir beygja til vinstri inn á Sæbraut. mbl.is/sisi

„Ég er alveg gapandi yfir því að það eigi að fara í gegn með þessa tillögu. Hún mun snarauka umferðarteppuna sem er hérna í Vogunum nánast daglega á álagstímum,“ segir Árni Stefánsson forstjóri Húsasmiðjunnar.

Eins og kom fram í Morgunblaðinu á fimmtudag áformar Reykjavíkurborg breytingar á gatnamótunum Kleppsmýrarvegar/Skeiðarvogs og Sæbrautar. Meðal annars á að fella niður aðra af tveimur vinstri beygjuakreinum frá Kleppsmýrarvegi til suðurs inn á Sæbraut. Þar fara vöruflutningar um frá ýmsum stórfyrirtækjum og myndast gjarnan teppur á álagstímum.

Árni segir að þessi áform, sem eiga að stuðla að bættu umferðaröryggi, geti í raun frekar aukið slysahættu en hitt. „Ég held að þetta muni hreinlega auka áhættuna á því að bílstjórar stelist yfir á rauðu ljósi þegar mun færri bílar komast yfir gatnamótin hverju sinni en er í dag,“ segir hann og bætir við að samkvæmt slysaskráningu Samgöngustofu hafi á síðustu ellefu árum orðið eitt tilvik, árið 2019, þar sem bíll ók á gangandi vegfaranda á þeim stað á gatnamótunum þar sem stendur til að fækka um beygjuakreinina. Samkvæmt skráningu voru meiðsli lítil. „Miðað við umferðarþunga á þessari götu getur það vart talist há slysatíðni þrátt fyrir að öll slys séu að sjálfsögðu óheppileg.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í gær. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »