Stígur í baklandi borgar

Svona gæti Græni stígurinn litið út.
Svona gæti Græni stígurinn litið út. Ljósmynd/Landslag-Þráinn Hauksson

„Þétting byggðar þýðir meðal annars að bæta þarf aðgengi almennings að útvistarsvæðum og náttúru. Sjónarmið um lýðheilsu, loftslag og vistvænar samgöngur vegna einnig þungt. Ég greini því mikinn vilja til þess að farið verði fljótlega í framkvæmdir við mjög áhugavert verkefni,“ segir Þráinn Hauksson, landslagsarkitekt hjá teiknistofunni Landslagi.

Nýlega samþykkti nefnd um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins að taka til frumgreiningar hugmyndir um lagningu á Græna stígnum svonefnda; braut fyrir vistvænar samgöngur hjólandi og gangandi sem liggja myndi í baklandi höfuðborgarsvæðisins. Fulltrúar skógræktarfélaga og sveitarstjórnarmanna héldu sameiginlegan opinn fund á dögunum um þetta mál, sem hefur góðan hljómgrunn.

Kort/mbl.is

Mikilvægasta verkefnið

Græni stígurinn er skilgreindur í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins frá Esjuhlíðum í norðri og Undirhlíða við Kaldársel í suðri. Þar á milli lægi leiðin um Vífilsstaðaland, Heiðmörk, Hólmsheiði og upplönd Mosfellsbæjar að Mógilsá í Kollafirði, þar sem er fjölfarin gönguleið á Esjuna. Þarna á milli eru alls um 50 kílómetrar og á nokkrum köflum á þessari leið eru nú þegar komnir stígar. Sumir eru mjóir og malarbornir sem nú þarf að bæta og tengja saman við nýja svo úr verði heildstæð braut. Hugmyndin er að stígurinn verði þrír metrar á breidd og malbikaður alla leiðina til þess að greiða sem best aðgengi milli svæða í Græna treflinum.

Guðmundarlundur.
Guðmundarlundur. mbl.is/Sigurður Bogi

„Um dagana hef ég talað fyrir mörgum skemmtilegum hugmyndum um umhverfisbætur og framkvæmdir sem stuðla eiga að betra aðgengi fólks að náttúrunni og bættri lýðheilsu. Ég tel þó að Græni stígurinn sé mikilvægastur allra slíkra verkefna,“ segir Þráinn Hauksson sem kynnti málið fyrir Morgunblaðinu nú í vikunni.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu á fimmtudaginn. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert