Hellisheiði og Þrengslum lokað

Hellisheiði, Þrengslum og fleiri leiðum hefur verið lokað vegna veðurs. …
Hellisheiði, Þrengslum og fleiri leiðum hefur verið lokað vegna veðurs. Mynd úr safni. mbl.is/Kjartan Þorbjörnsson

Gular veðurviðvaranir eru víða í gildi og hefur umferð víða verið takmörkuð vegna erfiðra akstursskilyrða. Hefur hringveginum m.a. verið lokað á tveimur köflum á Suðurlandi, á milli Skóga og Víkur og milli Lómagnúps og Jökulsárlóns.

Uppfært klukkan 20:08

Búið er að loka Hellisheiði og Þrengslum vegna veðurs. Hálka er mjög víða og slæmt skyggni.

Viðvaranir fram á miðvikudag

Gular viðvaranir verða í gildi fram á morgundaginn á Suðurlandi, Suðausturlandi, Vestfjörðum og á Miðhálendi. 

Fólk er hvatt til að ganga frá lausum munum til að forðast tjón auk þess sem varað er við erfiðum akstursskilyrðum, á vefsíðu Veðurstofunnar.

Hægt er að fylgjast með færð og ástandi vega á vefsíðu Vegagerðarinnar.

mbl.is