Ljúka 99 ára samfelldri sögu í Austurstræti

Landsbankinn lýkur um 99 ára samfelldri sögu sinni í Austurstræti …
Landsbankinn lýkur um 99 ára samfelldri sögu sinni í Austurstræti 11 og flytur í Reykjastræti 6. Samsett mynd

Samþykkt var á aðalfundi Landsbankans í dag að breyta heimilisfangi höfuðstöðva bankans í Reykjastræti 6. Þannig lýkur um 99 ára samfelldri sögu bankans að Austurstræti 11.

Landsbankinn hóf starfsemi árið 1886 í Bankastræti en flutti að Austurstræti 11 árið 1898. 

Í miðbæjarbrunanum vorið 1915 skemmdist Landsbankahúsið mikið og stóðu hlaðnir útveggirnir einir uppi.

Bankinn hóf starfsemi sína í Bankastræti 3. Áður en bankinn …
Bankinn hóf starfsemi sína í Bankastræti 3. Áður en bankinn hóf starfsemi í húsinu kallaðist gatan Bakarabrekka. Tilhlýðilegt þótti að kenna götuna við hina nýju bankastofnun. Ljósmynd/Landsbankinn
Hús Landsbankans var reist í endurreisnarstíl árið 1898.
Hús Landsbankans var reist í endurreisnarstíl árið 1898. Ljósmynd/Magnús Ólafsson
Landsbankahúsið skemmdist mikið í miðbæjarbrunanum árið 1915.
Landsbankahúsið skemmdist mikið í miðbæjarbrunanum árið 1915. Ljósmynd/Magnús Ólafsson

Bankinn flutti starfsemi sína til bráðabirgða í nýbyggt pósthús handan götunnar og svo í nýbyggt hús, Austurstræti 16, sem nú hýsir meðal annars veitingastaðinn Apótekið.

Landsbankinn fjármagnaði byggingu Austurstrætis 16 sem nú hýsir Apótekið. Jarðhæðin …
Landsbankinn fjármagnaði byggingu Austurstrætis 16 sem nú hýsir Apótekið. Jarðhæðin var sérsniðin að þörfum bankans. Ljósmynd/Magnús Ólafsson

Gamla húsið við Austurstræti 11 var endurreist á árunum 1921 til 1924 og flutti bankinn starfsemi sína aftur í húsið 1. mars árið 1924.

Nú lýkur sögu bankans í þessu sögufræga húsi en Landsbankahúsið við Austurstræti 11 var friðað af menntamálaráðherra árið 1991.

Viðbygging var tekin í notkun árið 1940.
Viðbygging var tekin í notkun árið 1940. Ljósmynd/Pétur Thomsen

Lesa má meira í grein Péturs Hrafns Ármannssonar, arkitekts og sviðsstjóra hjá Minjastofnun Íslands, á heimasíðu bankans.

mbl.is