Góðgerðarpizza safnaði 7,3 milljónum fyrir Neistann

Dominos afhenti 7.3 milljónir til Neistanns styrktarfélags hjartveikra barna.
Dominos afhenti 7.3 milljónir til Neistanns styrktarfélags hjartveikra barna. Ljósmynd/Aðsend

Góðgerðarpizza Domino‘s þetta árið safnaði 7,3 milljónum fyrir Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna. 

Þetta er 10. árið í röð sem að góðgerðarpizza er á boðstólum hjá Domino‘s en öll sala góðgerðarpizzunnar hefur farið óskipt til góðgerðasamtaka ár hvert. Alls hafa safnast 59 milljónir frá upphafi verkefnisins. 

Hrefna Sætran hefur unnið með Domino‘s að góðgerðarpizzunni frá upphafi og gefið alla sína vinnu tengda verkefninu og í ár var engin breyting þar á, og MS og Ali styrktu verkefnið með hráefnum líkt og árin á undan.

Neistinn þakklátur viðskiptavinum Domino‘s

Neistinn styður fjölskyldur barna og ungmenna með hjartagalla á margvíslegan hátt meðal annars félagslega, fjárhagslega og andlega og sér um miðlun á fræðsluefni fyrir fjölskyldur og skóla. Fríða Björk Arnardóttir, framkvæmdastjóri Neistans kveðst þakklát Domino‘s og viðskiptavinum þeirra. 

„Við erum ótrúlega þakklát fyrir þetta frábæra framtak Domino‘s og að hafa valið okkur í ár og Hrefnu fyrir að útbúa þessa dásamlega góðgerðarpizzu. Styrkurinn mun nýtast í að útbúa nýtt fræðslu- og upplýsingaefni fyrir aðstandendur hjartbarna og hjartabörnin sjálf. Hjartans þakkir til allra viðskiptavina Domino‘s fyrir að kaupa góðgerðarpizzuna í ár og hjálpa okkur þar með að stuðla að betri þjónustu fyrir hjartveik börn og þeirra fjölskyldur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert