Biðtími eftir greiningu hátt í 4 ár

Heildarbiðtími fyrir börn að fá fullnaðargreiningu á einhverfu getur tekið …
Heildarbiðtími fyrir börn að fá fullnaðargreiningu á einhverfu getur tekið allt að fjögur ár. mbl.is/Hari

Biðtími barna eftir frumgreiningu á einhverfu hjá félagsþjónustunni getur verið allt að 18 mánuðir og í kjölfarið tekur við a.m.k. 22-24 mánaða biðtími eftir fullnaðargreiningu. Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna, segir biðtímann lengi hafa verið langan, og einungis vera að lengjast ef eitthvað er. 

„Þessi biðtími segir einungis hálfa söguna því þegar foreldrar fara að taka eftir einhverju sérstöku í fari barnsins og hafa áhyggjur, byrja þau á að leita til starfsfólks leikskólanna eða heilsugæslunnar. Þá fá margir að heyra að það sé best að bíða og sjá til og leyfa barninu að njóta vafins,“ segir Sigrún og bætir við að þegar eitthvað sé loksins sett í gang hafi einstaklingar oft beðið í langan tíma. Hugsunin ætti að vera sú að leyfa barninu að njóta vafans og hefja strax frumgreiningu.

Greiningin skiptir miklu máli 

Hún segir að ekki ætti að þurfa að fá greiningu í hinum fullkomna heimi til þess að fá viðeigandi aðstoð og þjónustu en greiningin geti verið gríðarlega mikilvæg fyrir einstaklinginn sjálfan til þess að læra betur inn á sjálfan sig, hvað bætir líðan og hvaða aðstæður eru erfiðar.

„Fólk getur betur brugðist við ef það veit af einhverfunni og veit hvaða áreiti veldur til að mynda erfiðleikum í skóla, vinnu eða annars staðar. Þá er hægt að bregðast við með því með ýmsum leiðum, til að mynda vera með skinvæn rými þar sem nemendum líður vel,“ segir Sigrún og bætir við að fyrirkomulag kennslu í dag þar sem nemendum er kennt í risastórum hópum og jafnvel regluleg sætaskipti sem einkennist af miklu roti fari illa í einhverfa.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert