Ekki vitað til þess að snjóflóð hafi fallið í nótt

Minney nefnir að von sé á versnandi veðri og mikilli …
Minney nefnir að von sé á versnandi veðri og mikilli úrkomu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki er vitað til þess að nein snjóflóð hafi fallið í Fjarðabyggð í nótt. Þetta staðfestir Minney Sigurðardóttir, sérfræðingur á sviði snjóflóða á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

Óvissustig Veðurstofunnar er enn í gildi á Austfjörðum og þá er hættustig í gildi í Neskaupstað, á Seyðisfirði og á Eskifirði. Að sögn Minneyjar er staðan stöðugt metin. 

Minney nefnir að von sé á versnandi veðri og mikilli úrkomu. Gul viðvörun er í gildi á Austfjörðum til miðnættis á morgun.

„Í svona mikilli úrkomu og vind þá getur snjór verið mjög óstöðugur um tíma. Þess vegna erum við ekki að létta rýmingu í þessu veðri.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert