Gul viðvörun á Austfjörðum á fimmtudag

Snjóþungt hefur verið á Austfjörðum undanfarna daga. Talsverðri eða mikilli …
Snjóþungt hefur verið á Austfjörðum undanfarna daga. Talsverðri eða mikilli snjókomu er spáð á fimmtudaginn. mbl.is/Pétur Kristjánsson

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Austfirði á fimmtudaginn.

Veðurspár gera ráð fyrir talsverðri eða mikilli snjókomu eða skafrenning með þungri færð og lélegu skyggni. Miklar líkur eru á samgöngutruflunum.

Nokkur snjóflóð hafa fallið á Austfjörðum síðastliðna tvo sólarhringa. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er á Austfjörðum. Hættustig er í gildi í Neskaupstað, á Seyðisfirði og Eskifirði.

Í kvöld og á morgun verður svo gul viðvörun í gildi á Suður- og Suðausturlandi. Á Suður­landi verður austanátt 18-25 m/​s und­ir Eyja­fjöll­um með mjög snörp­um vind­hviðum, en hæg­ari vind­ur verður ann­ars staðar á svæðinu. Á Suðaust­ur­landi verður austanátt 15-23 m/​s með snörp­um vind­hviðum og hvass­ast verður vest­an Öræfa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert