Samhugur íbúa áberandi í Egilsbúð

Bryndís segir samhug vera áberandi.
Bryndís segir samhug vera áberandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Fólk tekur rýmingunum af miklu æðruleysi og ótrúlegum styrk. Þegar fólk finnur að vel er haldið utan um hlutina þá veitir það öryggiskennd. Almannavarnarteymið, Rauði krossinn og björgunarsveitirnar vinna vel saman og kunna greinilega sitt fag. Maður fær því á tilfinninguna að maður sé í öruggum höndum enda hef ég ekki heyrt óánægjuraddir eða kvartanir,“ segir Bryndís Böðvarsdóttir prestur, sem búsett er í Neskaupstað, þar sem snjóflóð féll í byggð aðfaranótt mánudags.

„Einhverjir eru í sjokki sem skiljanlegt er. Fólk sem lenti í alvarlegum atburðum, sem slasaðist og lenti í eignatjóni. Einnig rifjast upp gömul sár en í svona litlu samfélagi þekkja nánast allir einhvern sem sem áttu erfitt vegna snjóflóðsins 1974. Þau sem eldri eru muna enn þær hörmungar. Þegar gamlar tilfinningar rifjast upp þá getur því fylgt mikil vanlíðan.“

Bryndís segir samhug vera áberandi og fólk hafi gætt hvert að öðru í hjálparmiðstöðinni í félagsheimilinu Egilsbúð í gær eftir að ósköpin dundu yfir. En margir hafa þurft að yfirgefa heimili sín sem eru á hættusvæði.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »