Torg lýst gjaldþrota

Torg var útgáfufélag Fréttablaðsins sem var til húsa við Hafnartorg …
Torg var útgáfufélag Fréttablaðsins sem var til húsa við Hafnartorg í miðborg Reykjavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur lýst Torg ehf., útgáfufélag Fréttablaðsins, Hringbrautar og DV, gjaldþrota, en úrskurður um það var kveðinn upp á þriðjudaginn í síðustu viku. Greint er frá þessu í Lögbirtingablaðinu í dag.

Þá er skorað á alla sem telja sig eiga kröfu eða önnur réttindi á hendur búinu til að lýsa kröfum sínum fyrir skiptastjóra innan tveggja mánaða, en skipaður skiptastjóri er Óskar Sigurðsson, en Kara Borg Fannarsdóttir sendir tilkynninguna inn til Lögbirtingablaðsins.

Þá verður haldinn skiptafundur 5. júlí á skrifstofu skiptastjórans, hjá LEX lögmannsstofu í Borgartúni.

Um síðustu mánaðamót var greint frá því að útgáfu Fréttablaðsins yrði hætt og útsendingar Hringbrautar myndu stöðvast. Misstu um 100 starfsmenn vinnuna vegna þessa. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert