Einstakt útsýni skert

Sveitarstjórnir fara með skipulagsvald hver á sínu svæði.
Sveitarstjórnir fara með skipulagsvald hver á sínu svæði. mbl.is/Sigurður Bogi

Sett hafa verið fram stórtæk áform um aukna skógrækt á Íslandi sem gerbreytir íslenskri náttúru, einkum þegar um framandi hávaxnar trjátegundir er að ræða. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið Vinir íslenskrar náttúru hefur sent til Sambands íslenskra sveitarfélaga með ósk um að það berist til allra sveitarstjórna á landinu.

Sveitarfélög verði að huga vel að því hvar land er tekið undir skógrækt, út frá því hvaða áhrif fyrirhugaðir skógar munu hafa á ásýnd landsins og á útsýni á viðkomandi landsvæði. Eru líkur sagðar á að ef áform um sívaxandi skógrækt ganga skipulagslítið eftir „muni orðspor Íslands sem ferðamannalands fara halloka,“ segir í bréfinu. Útsýni á Íslandi sé einstakt í sinni röð og verðmæt náttúruauðlind.

„Því miður hafa sveitarstjórnir yfirleitt ekki nægar upplýsingar um skógræktaráform í sínum sveitarfélögum og gera sér ekki grein fyrir því hvað sumar trjátegundir sem verið er að planta eru í raun ágengar. Skógrækt með meintum ágengum tegundum varðar miklu fleiri en landeigendur sem eru að gróðursetja tré í góðri trú,“ segir Sveinn Runólfsson, fyrrv. landgræðslustjóri og formaður félagsins. Í bréfinu segir að mistök hafi verið gerð við staðsetningu skóga.

„Á undanförnum áratugum hefur útsýni af vegum við fjölsótta ferðamannastaði og til áhugaverðra kennileita í landslagi víða verið skert með því að trjám hefur verið plantað á röngum stöðum.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert