Samskipti lögreglumanns til skoðunar

Heimasíða var sett upp í Bretlandi þar sem fölsk afsökunarbeiðni …
Heimasíða var sett upp í Bretlandi þar sem fölsk afsökunarbeiðni var sett fram í nafni Samherja. Skjáskot

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með mál lögreglumanns til skoðunar sem sagður er hafa vilt á sér heimildir þegar hann hafði samband við listanema sem skrifaði falska afsökunarbeiðni í nafni Samherja vegna umsvifa fyrirtækisins í Namibíu. 

Heimildin sagði frá málinu

Málið snýr að lokaverkefni Odds Eysteins Friðrikssonar, sem gengur undir listamannanafninu Odee. Skrifaði hann afsökunarbeiðni í nafni Samherja til Namibísku þjóðarinnar sem birtist á bresku léni. 

Í frétt Heimildarinnar er sagt að lögreglumaður hafi tvívegis sent tölvupóst á listamanninn þar sem hann kvaðst vera blaðamaður.  

Málið er til skoðunar hjá lögreglu.
Málið er til skoðunar hjá lögreglu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

 

Skoða LÖKE kerfið 

Í svari við fyrirspurn mbl.is um það hvort málið væri til skoðunar hjá lögregluembættinu segir að verklag og samskipti séu til skoðunar og hvort þau hafi verið í samræmi við lög og reglur.  

„Lögreglan heldur málaskrá 5. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 en verkefni lögreglu skal skrá í nefnda málaskrá, oft skammstöfuð LÖKE (Lögreglukerfið).

Fyrir liggur að starfsmaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (LRH) leitaði upplýsinga um vefsvæði sem merkt var Samherja hf. en upplýst hefur verið um að nefnt vefsvæði tengist fyrirtækinu ekki heldur var um að ræða listgjörning á vegum útskriftarnemanda við Listaháskóla Íslands. 

Embættið staðfestir að til athugunar er hvort verklag við skoðun vefsvæðisins og samskipti hafi verið í samræmi við lög og reglur en að öðru leyti mun embættið ekki tjá sig um málefni einstakra starfsmanna,“ segir í svarinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert