40 milljónir í viðgerðir á varnarlínum

Kostnaður vegna viðgerða varnarlína árið 2022 var 33.199.172 krónur og …
Kostnaður vegna viðgerða varnarlína árið 2022 var 33.199.172 krónur og árið þar á undan 38.069.395 krónur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áætlaður kostnaður á viðgerðum varnarlína sauðfjársjúkdóma er 40.150.000 krónur fyrir árið 2023. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra við fyrirspurn Lilju Rannveigar Sigurgeirsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins.

Kostnaðurinn er áætlaður heldur meiri en síðustu tvö ár. Kostnaður vegna viðgerða varnarlína árið 2022 var 33.199.172 krónur og árið þar á undan 38.069.395 krónur.

Árin 2019 og 2020 var kostnaðurinn hærri en áætlað er að verði á þessu ári. Árið 2019 var hann 59.174.627 krónur en ári seinna 52.789.478 krónur.

Í svari Svandísar kemur einnig fram að línubrjótar hafi verið 271 á árinu 2022. Flestir hafi verið í Hvítárlínu eða 38 brjótar.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknar.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknar. Samsett mynd

Aukið fé vegna riðu

Mat­vælaráðuneytið veitti Mat­væla­stofn­un (Mast) auka­fjár­veit­ingu til viðhalds á Hvamms­fjarðarlínu og Tví­dægru­línu. 

Mast sótt­ist eft­ir auknu fé til viðhalds á varn­ar­lín­un­um vegna ný­legra riðutil­fella í Miðfjarðar­hólfi. Þær varn­ar­lín­ur sem um ræðir skilja Miðfjarðar­hólf að frá öðrum hólf­um, Tví­dægru­lína að vest­an og Hvamms­fjarðarlína að norðan.

mbl.is