Aðalsteinn lætur af embætti

Aðalsteinn Leifsson, fráfarandi ríkissáttasemjari.
Aðalsteinn Leifsson, fráfarandi ríkissáttasemjari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðalsteinn Leifsson lætur af embætti ríkissáttasemjara að eigin ósk frá og með morgundeginum, 1. júní, en hann hefur gegnt embættinu frá 1. apríl 2020. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins.

Ákveðið hefur verið að embætti ríkissáttasemjara verði á næstu dögum auglýst laust til umsóknar. Jafnframt hefur verið ákveðið að Ástráður Haraldsson héraðsdómari verði tímabundið settur í embættið frá og með 1. júní þar til skipað verður í embættið.

mbl.is