Biðla til íbúa að spara kalda vatnið

Biðlað er til íbúa Kópavogs og Garðabæjar að spara kalda …
Biðlað er til íbúa Kópavogs og Garðabæjar að spara kalda vatnið næstu tvær vikur. Samsett mynd

Íbúar í Kópavogsbæ og Garðabæ eru hvattir til að spara kalda vatnið eins og kostur er næstu tvær vikurnar. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

Þetta er gert vegna viðgerða á miðlunargeymi Vatnsveitu Kópavogs að Heimsenda sem hefjast í dag. Viðgerðin mun standa yfir í tvær vikur og eru áætluð verklok þann sextánda júní.

Vatnsveita Kópavogs sér íbúum í Kópavogi og Garðabæ fyrir kalda vatninu en rýmdin í vatnsgeymi vatnsveitunnar verður aðeins 50 prósent á meðan á framkvæmdinni stendur. 

„Er þeim tilmælum beint til íbúa að vökva ekki garða og láta ekki vatn renna að óþörfu,“ segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert