Eldur í útikennslustofu við Ingunnarskóla

Ingunnarskóli í Grafarholti í Reykjavík.
Ingunnarskóli í Grafarholti í Reykjavík. mbl.is/Kristinn

Eldur kviknaði í útikennslustofu við Ingunnarskóla í Grafarholti í kvöld. 

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út klukkan 19.40 í kvöld vegna mögulegs elds í Ingunnarskóla.

Vegfarandi lét slökkvilið vita um að reyk hafi lagt frá útikennslustofu við skólann og voru tveir dælubílar sendir á staðinn, að sögn varðstjóra slökkviliðs.

Þegar slökkvilið kom á vettvang hafði eldurinn að mestu slokknað að sjálfu sér. Gengu slökkviliðsmenn þá úr skugga um að enginn eldur væri enn í kennslustofunni.

Óvíst er hvort tjón hafi orðið á húsnæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert