Þessu hendir meðal Íslendingur á hverju ári

667 kg hrúga af rusli sem táknar það magn sem …
667 kg hrúga af rusli sem táknar það magn sem meðal Íslendingur hendir á hverju ári. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í Góða hirðinum á Köllunarklettsvegi í Reykjavík er nú til sýnis 667 kílógramma hrúga af rusli. Táknar hrúgan það magn sem hver Íslendingur hendir af heimilisúrgangi á ári hverju. 

Umhverfisstofnun og samstarfsaðilar verkefnisins Allan hringinn kynntu í dag þær breytingar sem eru fram undan í úrgangsmálum heimila og vinnustaða í kjölfar hringrásarlaganna sem tóku gildi um áramótin.

Fram kom að Ísland væri í sjöunda sæti yfir þær þjóðir innan EES sem henda mestu magni af heimilisúrgangi á hverju ári, eða að meðaltali um 667 kg á hvern Íslending. 

Skylda að flokka í sjö flokka

Öllum verður skylt að flokka heimilisúrgang í sjö flokka, til viðbótar við blandaðan úrgang.

Flokka þarf pappír, plast, matarleifar, málma, gler, textíl og spilliefni.mbl.is