Rafmagn aftur komið á í Keflavík

Keflavík.
Keflavík. mbl.is/Sigurður Bogi

Rafmagn er aftur komið á í Keflavík en þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum. 

Eins og áður hefur verið greint frá var rafmagnslaust að hluta í Keflavík í um tvær klukkustundir. Enn er óvíst hvað olli biluninni og er unnið að bilanagreiningu að svo stöddu.

mbl.is