Fyrirsvarið frá Íslandi en ekki Rússlandi

Utanríkisráðherra hefur ákveðið að leggja niður starfsemi sendiráðs Íslands í …
Utanríkisráðherra hefur ákveðið að leggja niður starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu frá og með 1. ágúst næstkomandi. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið

Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu eru 37 Íslendingar búsettir í Rússlandi. Með ákvörðun utanríkisráðherra í gær um að loka sendiráði Íslands í Moskvu verður því ekkert íslenskt sendiráð starfandi í landinu. Komi eitthvað upp á sem kalli á að þeir nýti sér borgaraþjónustu ráðuneytisins eru Norðurlöndin með samstarfssamning og geta Íslendingar því leitað til sendiráða hinna norrænu ríkjanna þurfi þeir á borgaraþjónustu að halda.

Ísland verður áfram með fyrirsvar gagnvart rússneskum stjórnvöldum, en það fer héðan í frá fram frá Íslandi, en ekki í Rússlandi. Þá hefur ríkið leigt húsnæði sendiráðsins í Moskvu, en ekki fengust upplýsingar í gær um það hvað verður um húsnæðið eftir að starfsemin verður lögð niður.

Rætt er nánar við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: