Lífrænt og almennt sorp í forgangi núna

Það gæti tekið 2-3 vikur að tæming á plasti og …
Það gæti tekið 2-3 vikur að tæming á plasti og pappa verði komin í eðlilegt horf. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við erum að ljúka við Breiðholtið í dag og þá verður farið í Árbæinn,“ segir Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri á umhverfis- og skipulagssviði, um talsverða byrjunarerfiðleika við aukna flokkun sorps og tæmingu á plast- og pappírstunnum eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær.

Gæti tekið 2-3 vikur

„Við látum allt blandað sorp ganga fyrir núna og það gæti tekið 2-3 vikur að tæming á plasti og pappa verði komin í eðlilegt horf,“ segir hann. Reynt verði að auka upplýsingagjöf um stöðuna á vefnum og hverfissíðum eftir helgi. „Strax eftir helgi fáum við fleiri bíla og meiri mannskap og þá fara hlutirnir að gerast hraðar. En þótt við höfum lengt vinnutímann höfum við verið á eftir áætlun.“

Guðmundur segir að ágætis staða sé í miðbæ, Hlíðum og Laugardal, og núna Breiðholti, en verri í Árbæ, Grafarholti og Grafarvogi. „Það er líka erfiðara að tæma tunnur sem eru troðfullar og þjappað í og rusl kannski á víð og dreif í kringum tunnurnar. Ég vil því benda fólki í þessum þremur hverfum á að reyna að fara með pappír og plast í grenndargáma þar til tæming tunnanna er komin í lag.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert