Verðum að brjótast úr þeirri stöðu sem hefur ríkt

Katrín Jakobsdóttir kveðst bjartsýn á að breið sátt náist.
Katrín Jakobsdóttir kveðst bjartsýn á að breið sátt náist. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vonar að greinargerðir um tillögur að breytingum á stjórnarskránni, sem birtar voru í dag, geti orðið umræðugrundvöllur á haustmánuðunum.

Hún hyggst standa fyrir samtali með háskólum, stofnunum, frjálsum félagasamtökum og stjórnmálamönnum um greinargerðirnar og þær breytingatillögur sem þegar hafa verið lagðar fram.

Í raun og veru leyfa þessu bara að gerjast í umræðunni þannig að um áramótin vonast ég til þess að við formenn flokka getum þá sest niður og lagt mat á hvort að þarna séu tillögur, ásamt því sem rætt var á síðasta kjörtímabili, sem unnt sé að ná breiðri samstöðu um.

Ekki Katrín með sínar skoðanir

Forsætisráðherrann segir breytingar á stjórnarskrá ekki eiga að snúast um persónulegar skoðanir einstakra stjórnmálamanna

„Margt af þessu eru í raun mál sem ég ímynda mér að gæti náðst tiltölulega góð sátt um. Með þeim fyrirvara að það hefur verið mjög erfitt að ná góðri sátt um nokkrar breytingar á stjórnarskrá. Þetta eru ekki mínar tillögur. Þetta er ekki Katrín Jakobsdóttir með sínar persónulegu skoðanir á stjórnarskránni enda hef ég svosem lagt fram frumvarp sem ég talaði fyrir,“ segir Katrín.

Finnst þér það líklegt að sú samstaða náist?

„Svona miðað við söguna er það kannski ekki endilega mjög líklegt en ég er líka mjög bjartsýn alltaf og mér finnst það mjög einlæglega að það skipti máli að við brjótumst út úr þeirri stöðu sem hefur ríkt í stjórnarskrármálum undanfarin ár og leggjum okkur fram við það að ná breiðri sátt.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert