Tappar verði áfastir plastflöskum

Tapparnir skulu vera áfastir svo þeir endi ekki á víðavangi.
Tapparnir skulu vera áfastir svo þeir endi ekki á víðavangi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Allar einnota plastflöskur og önnur einnota drykkjarílát úr plasti sem sett verða á markað hér á landi frá og með 3. júlí á næsta ári, skulu vera með áfasta tappa eða lok, þ.e.a.s vera föst við flöskuna eftir opnun hennar.

Kveðið er á um þetta í áformum umhverfisráðuneytisins í samráðsgátt um lögfestingu Evróputilskipunar um að dregið verði úr áhrifum plastvara á umhverfið.

Ráðuneytið segir tilganginn vera að koma í veg fyrir að tappar og lok af einnota drykkjarílátum endi á víðavangi og úti í umhverfinu.

„Ákvæðið tekur til einnota drykkjaríláta sem eru allt að þrír lítrar að rúmmáli. Það tekur ekki til drykkjaríláta úr gleri eða málmi sem eru með tappa eða lok úr plasti og ekki til drykkjaríláta sem eru ætluð fyrir og notuð undir matvæli á vökvaformi sem eru notuð í læknisfræðilegum tilgangi,“ segir í skýringum.

Innleiðingin var fyrst lögð til 2020 en ekki afgreidd. Var atvinnulífið þá upplýst um hvað væri í vændum og segir að þau hafi nú haft fjögur ár til undirbúnings. „Frá síðastliðnu vori hefur t.a.m. annar tveggja stærstu drykkjarvöruframleiðenda landsins verið með áfasta tappa á öllum sínum plastflöskum,“ segir í greinargerð. Coca-Cola á Íslandi hefur frá því í lok mars sl. framleitt plastflöskur með áföstum töppum á öllum drykkjum sem fyrirtækið framleiðir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert