Fluglitakóði færður upp á appelsínugult

Kóðinn hefur verið færður upp á appelsínugult.
Kóðinn hefur verið færður upp á appelsínugult. Kort/Veðurstofa Íslands

Fluglitakóði Veðurstofunnar, fyrir eldstöðvakerfið yst á Reykjanesskaga, hefur nú verið færður upp á appelsínugult. Var hann áður gulur.

Eftirfarandi skýring er gefin fyrir appelsínugulan lit: „Eldstöðin sýnir aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi, eða, eldgos er í gangi, þó með lítilli eða engri öskuframleiðslu.

Gulur litur þýðir eftirfarandi: Eldstöðin sýnir merki um virkni, umfram venjulegt ástand eða, eftir að virknin hefur verið lækkuð frá hærra stigi: Umbrot hafa minnkað markvert en vel er fylgst með, ef vera kynni að þau aukist á ný.

Fluglitakóðakort Veðurstofunnar.
Fluglitakóðakort Veðurstofunnar. Kort/Veðurstofa Íslands

Gefur upplýsingar um ástand eldfjalla

Á vef Veðurstofunnar segir að fluglitakóðakerfið sé í samræmi við tilmæli Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) og gefi flugmönnum, almenningi og flugmálayfirvöldum upplýsingar um ástand eldfjalla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert