Rannsókn málsins á frumstigi

Einn var fluttur til aðhlynningar í kjölfar líkamsárásar á Litla-Hrauni …
Einn var fluttur til aðhlynningar í kjölfar líkamsárásar á Litla-Hrauni í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á líkamsárásinni sem átti sér stað á Litla-Hrauni í dag er á frumstigi. 

Fram kemur í tilkynningu lögreglu að skömmu fyrir kl. 14 síðdegis í dag hafi lögreglunni á Suðurlandi borist tilkynning um að fangi í fangelsinu á Litla-Hrauni hefði orðið fyrir alvarlegri líkamsárás af hálfu annars fanga. 

Í kjölfarið fóru lögregla og sjúkraflutningamenn á vettvang og var sá sem fyrir árásinni varð fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Upplýsingar um líðan fangans liggja ekki fyrir að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert