Björgunarsveitir viðbúnar vegna rýmingar

Jón Þór segir að björgunarsveitir fylgist með Seyðisfirði.
Jón Þór segir að björgunarsveitir fylgist með Seyðisfirði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björgunarsveitir hafa verið virkjaðar vegna rýmingar á Seyðisfirði.

Þetta seg­ir Jón Þór Víg­lunds­son, upp­lýs­inga­full­trúi hjá Slysavarnarfélaginu Lands­björg, í sam­tali við mbl.is.

Hann segir að það séu engin ákveðin verkefni sem björgunarsveitir hafi þurft að fara í, heldur snúist þetta aðallega um að fylgjast með ástandinu og að vera reiðubúin að stökkva til ef þarf.

„Þetta er meira aðgerðarstjórn sem er að störfum núna,“ segir Jón Þór.

Rúta út af við Freysnes

Björgunarsveitir á landinu haft þurft að sinna nokkrum útköllum á nýju ári.

Vestan við Freysnes fór smárúta út af veginum. Níu manns voru í rútunni en Björgunarsveitin Kári í Öræfum sinnti kallinu upp úr hádegi í dag.

Nálægt Búðardal festist bíll og þurfti aðstoð til þess að losa hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert