Nokkur hús verið rýmd á Seyðisfirði

Afmarkað svæði hefur verið rýmt.
Afmarkað svæði hefur verið rýmt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra er í viðbragðsstöðu vegna ofanflóðahættu á Seyðisfirði. Veðurstofa lýsti yfir óvissustigi undir Strandatindi og hafa nokkur hús verið rýmd.

Búist er við rigningu á svæðinu fram eftir degi sem gæti skapað hættu á votum flóðum eða jafnvel krapaflóðum. 

Um er að ræða lítið og afmarkað svæði þar sem helsta hættan á afmörkuðu svæði undir Strandatindi, að sögn snjóflóðasérfræðings á náttúruvárvakt Veðurstofu.

Hætta geti skapast vegna rigingaveðurs

„Um er að ræða viðbúnað gagnvart veðurspá. Það hefur snjóað á svæðinu og rignt. Rigning mun halda áfram út daginn þegar rignir ofan í snjóinn geta vot flóð fallið eða jafnvel krapaflóð,“ segir Erla Guðný Helgadóttir snjóflóðasérfræðingur. 

Almannavarnir hafa ekki lýst yfir óvissustigi að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur samskiptastjóra almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 

„Við erum komin upp á tærnar,“ segir Hjördís. Um sé að ræða iðnaðarsvæði en tvö íbúðahús hafi verið rýmd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert