Tugir metra niður: Djúpt vatn talið taka við

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að leitarstarf í sprungunni …
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að leitarstarf í sprungunni sé unnið við mjög erfiðar og krefjandi aðstæður. mbl.is/Kristinn Magnússon

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að unnið hafi verið sleitulaust í alla nótt við leit að manninum sem féll niður sprungu við íbúðarhús í Grindavík í gær.

Hann segir engar nýjar fréttir af leitinni.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Úlfar segir að leitarstarf sé unnið við mjög erfiðar og krefjandi aðstæður.

„Sprungan fer breikkandi þegar neðar dregur og þarna neðst í sprungunni tekur við vatn.“

Hann segist ekki hafa staðfestar upplýsingar um hversu djúp sprungan sé en gæti trúað að dýptin væri tugir metra. Þá segist hann reikna með að vatnið á botni hennar sé djúpt.

mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er verið að ganga frá sprungu og í sprungunni er einhver hindrun sem losnar með þessum hörmulegu afleiðingum að fyllingin fer niður og maðurinn með,“ segir Úlfar sem vonast til að maðurinn finnist á lífi.

„Við erum alltaf með hugann þar.“

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert