Icelandair kláraði sérstaka skoðun á skrúfboltum

Icelandair hefur framkvæmt sérstaka skoðun á vélum sínum í takti …
Icelandair hefur framkvæmt sérstaka skoðun á vélum sínum í takti við tilskipun. mbl.is/Árni Sæberg

Icelandair hefur þegar framkvæmt sérstaka skoðun á Max-vélum sínum í takti við sambærilega tilskipun og kom frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) í febrúar. Snéri hún að því að athuga þyrfti sérstaklega skrúfbolta í hliðarstýri Boeing véla af gerðinni 737 MAX, MAX 8-200 og MAX 9.

Þetta kemur fram í svari Icealandair við fyrirspurn mbl.is. MAX 8 og MAX 9 eru síðasta viðbótin við flugflota Icelandair.

Skoðuðu 1400 vélar 

Eftirlitsaðilar óttuðust að boltar og skinnur í hliðarstýri gætu dottið úr vélinni á flugi séu þeir ekki nægjanlega festir.

Kunnugir segja að umræddir skrúfboltar séu tengdir fótstigi flugmanna og hafi áhrif á getu þeirra til að stjórna vélinni.

Tilskipunin var send út í kjölfar atviks í flugi Alaska Airlines þar sem hleri féll af vél flugfélagsins í miðju flugi.

Boeing lagðist í sérstakt átak til að kanna festingu skrúfbolta á vélum fyrirtækisins í kjölfar atviksins. Af 1400 vélum kom í ljós að boltar í hliðarstýri voru lausir í einu tilviki.

Skoðun þegar verið framkvæmd 

„Viðhald flugvéla er kerfisbundið og reglulegt. Icelandair fer eftir ströngustu skilyrðum hvað viðhald og skoðanir varðar og framkvæmir reglubundnar skoðanir samkvæmt viðhaldskerfi. Auk reglubundins viðhalds geta flugmálayfirvöld gefið út tilskipanir um að skoða ákveðna hluta flugvéla. Tilskipun bandarískra flugmálayfirvalda náði ekki yfir allar flugvélar Icelandair og hefur skoðun verið framkvæmd á þeim vélum sem tilskipun þessi náði til án athugasemda,“ segir í svari Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair við fyrirspurn mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert