Róleg rýming í Grindavík

Horft að eldgosinu frá Perlunni í Reykjavík.
Horft að eldgosinu frá Perlunni í Reykjavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Róleg rýming stendur nú yfir í Grindavíkurbæ og gengur hún vel. Íbúar á svæðinu hafa fengið sms-skila­boð um að yf­ir­gefa svæðið.

Þetta segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is. 

„Það er bara róleg rýming eins og við köllum það. Það er ekkert verið að flýta sér, en það eru bara örfáir í bænum eins og hefur verið síðustu sólarhringa,“ segir Úlfar.

Hann kveðst ekki vera með tölu yfir það hversu margir hafi verið staddir í sveitarfélaginu þegar eldgos hófst á níunda tímanum en segir að um lítinn fjöld sé að ræða. 

Aðspurður segir hann að um nokkra tugi manns sé að ræða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert