Veðrið verst á Vestfjörðum

Sjóflóðahætta er á norðan­verðum Vest­fjörðum.
Sjóflóðahætta er á norðan­verðum Vest­fjörðum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Vestfirðir fara verst út úr þessu núna,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

Appelsínugul viðvörun tekur gildi á Vestfjörðum á miðnætti og gildir fram á þriðjudag, en þá tekur gul viðvörun við. Veður­stofa Íslands lýsti yfir óvissu­stigi vegna sjóflóðahættu á norðan­verðum Vest­fjörðum í gær.

Mikilvægt að fylgjast með veðurspánni

Næstu daga verður vetr­ar­legt veður á land­inu og mun víða snjóa með hvöss­um vindi og auk­inni snjóflóðahættu. Eiríkur bendir fólki á að fylgjast vel með veðurspám.

„Þó að Holtavörðuheiðin til að mynda og Brattabreka hafi haldist opnar í dag þá er vetrarþjónustan ekki í alla nótt. Það veður áframhaldandi snjókoma þar og því gæti auðvitað ástandið breyst á þessum fjallvegum. Þó að vegir séu opnir í augnablikinu þá getur það breyst þegar líður á kvöldið og nóttina,“ segir Eiríkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert