Bubbi er Blanksy

Bubbi Morthens er maðurinn á bakvið lambhúshettuna.
Bubbi Morthens er maðurinn á bakvið lambhúshettuna. Mynd/ÖBÍ

Huldulistamaðurinn Blanksy svipti af sér hulunni í kvöld eftir að hafa krotað skilaboð á auglýsingaskilti, eignir áhrifavalda og ýmislegt fleira undanfarna daga. 

Í tilkynningu frá Öryrkabandalaginu segir Bubbi Morthens sé maðurinn á bakvið lambhúshettuna en það er eru ÖBÍ réttindasamtök sem standa á bakvið Blanksy-gjörninginn. Tilgangurinn er að vekja athygli á kjörum fatlaðs fólks á Íslandi og krefjast löngu tímabærra umbóta.

„Áhrifavaldar hafa birt myndbönd í gríð og erg undanfarna daga eftir að hafa lent í Blanksy. Gummi Kíró, Natan Berg, Hjálmar Örn Jóhannsson og Eggert Unnar urðu meðal annars fyrir barðinu á manninum. Í kjölfarið lýstu Natan og Eggert opinberlega eftir Blanksy og hétu hverjum þeim sem vissi hver hann var 100.000 krónum í fundarlaun.

Bubbi Morthens er Blanksy.
Bubbi Morthens er Blanksy. Mynd/ÖBÍ

 

Patrik Atlason, eða Prettyboitjokko, var á meðal þeirra sem töldu sig vita hver Blanksy var. Hann var viss um að Jón Gnarr forsetaframbjóðandi væri huldulistamaðurinn, en það reyndist ekki rétt,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

68% öryrkja geta ekki mætt óvæntum útgjöldum

Í tilkynningunni segir einnig að því til viðbótar vakti mikla athygli og umtal að auglýsingar frá meðal annars Bestu deildinni og Pizzunni voru útkrotaðar á auglýsingaskiltum um allt höfuðborgarsvæðið. Þar mátti sjá nafn Blanksy krotað auk tölunnar „68%“.
Til útskýringar má benda á að þessi 68% sem Blanksy vísar gjarnan til snúa að því að 68% öryrkja geta ekki mætt óvæntum útgjöldum án þess að stofna til skuldar samkvæmt rannsókn Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins. Þetta er tvöfalt hærra hlutfall en hjá fólki á vinnumarkaði og algjörlega ólíðandi.

@eggertunnar

Here we go, fylgist með DM´s er að fara velja winner!

♬ original sound - EggertUnnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka