Afgreiða tillögu um stjórnarsamstarf

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur tekið til afgreiðslu tillögu um stjórnarsamstarf í „breiðu samhengi“.

Ekki liggur fyrir hvort að um sé að ræða áframhaldandi samstarf Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Vinstri grænna.

„Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur fyrir sitt leyti tekið til afgreiðslu tillögu um stjórnarsamstarf sem verður kynnt bráðlega,“ segir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is að þingflokksfundi loknum.

Ekki liggur fyrir með hverjum þetta stjórnarsamstarf eigi að vera en Hildur segir að það verði kynnt bráðlega. 

Var þetta tillaga um að flokkarnir myndu starfa áfram saman í ríkisstjórn?

„Þetta var tillaga um stjórnarsamstarf í breiðu samhengi,“ segir Hildur sem ítrekar að þetta verði kynnt bráðlega. Þá sagðist Hildur ekki geta tjáð sig um hvenær „bráðlega“ er.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert