Yfir 20 manns í rútuslysi á Suðurlandi

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið ræstar út vegna slyssins.
Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið ræstar út vegna slyssins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið ræstar út eftir að rúta með um 20-30 farþegum valt á Rangárvallavegi um klukkan fimm í dag. Almannavarnir hafa virkjað samhæfingamiðstöð í Skógarhlíð.

Varðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Hann segir að enn sé óljóst hvernig slysið varð. „Við erum að reyna að greina þetta og meta þetta,“ segir hann.

Búið er að virkja hópslysaáætlun Landsbjargar vegna slyssins og samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð.

Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir við mbl.is að án efa sé búið að koma fólki úr rútunni. Hún segist ekki geta sagt hvort einhver væri alvarlega slasaður.

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa einnig verið ræstar út, önnur þeirra ætti að mæta á slysstað innan skamms, segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við mbl.is.

Hjálp­arsím­inn 1717 veit­ir sál­ræn­an stuðning til þeirra sem þess óska. Opnað hef­ur verið söfn­un­ar­svæði aðstand­enda í hús­næði Árnes­deild­ar RKÍ að Eyr­ar­vegi 23 Sel­fossi einnig.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert