Ungfrú Ísland 2016

Mun opna margar dyr

30.8.2016 Anna Lára Orlowska, Ungfrú Ísland, tók þátt í keppninni svo fólk vissi hver hún væri. Hún bjóst alls ekki við því að vinna.   Meira »

Horfðu á Ungfrú Ísland í heild sinni

29.8.2016 Keppnin um Ungfrú Ísland fór fram í Hörpu á laugardaginn. Sýnt var beint frá keppninni á mbl.is. Þeir sem misstu af útsendingunni geta horft á keppnina í heild sinni hér. Meira »

Ungfrú Ísland er á föstu

28.8.2016 Keppnin um Ungfrú Ísland var haldin í Hörpu í gær. Anna Lára Orlowska er Ungfrú Ísland.   Meira »

Anna Lára Orlowska er Ungfrú Ísland

27.8.2016 Anna Lára Orlowska var krýnd Ungfrú Ísland 2016, eða Miss World Iceland, rétt í þessu.   Meira »

Endalaust þakklát fyrir Ísland

26.8.2016 Tanja Rós Viktoríudóttir er 24 ára rússnesku túlkur hjá ICI þýðinga-og túlkaþjónustu og sjálfboðaliði hjá Rauða Krossinum á Íslandi. Hún er einhleyp og hennar helstu áhugamál eru að teikna og mála myndir. Auk þess elskar hún að ferðast og hefur mikinn áhuga á hönnun og tungumálum. Hún talar íslensku, rússnesku, úkraínsku, pólsku og ensku. Hún hefur líka lært þýsku, frönsku og smá spænsku. Meira »

Dreymir um að verða flugfreyja

26.8.2016 Signý Fosset Aðalsteinsdóttir er 19 ára afgreiðsludama hjá Jóa Fel. Hún er einhleyp og hennar helstu áhugamál er að ferðast, dansa, líkamsrækt, förðun, söngur, að mála og teikna. Meira »

Vinnuþjarkur eins og mamma og pabbi

26.8.2016 Donna Cruz er 22.ára þjónn og verktaki hjá CP Reykjavík sem er viðburðarfyrirtæki. Hún er á föstu og hennar helstu áhugamál eru tölvuleikir, að teikna og mála og að hreyfa sig. Hún er ein af þeim sem tekur þátt í Ungfrú Ísland en keppnin er haldin á morgun í Hörpu. Bein útsending frá keppninni verður á mbl.is kl. 20.00. Meira »

Finnst leiðnlegt að vakna snemma

26.8.2016 Aníta Ösp Ingólfsdóttir er 19 ára gömul og starfar við kynningar hjá Innnes og hjá Reykjavík Excursions. Hún er á föstu með Theodór Sigurbergsson. Hennar helstu áhugamál eru fótbolti, hreyfing, ferðalög, útivist og svo hefur hún mikinn áhuga á Netflix. Hún er ein af þeim sem tekur þátt í Ungfrú Ísland í ár. Keppnin fer fram á morgun í Hörpu kl. 20.00. Sýnt verður beint frá keppninni á mbl.is. Meira »

Verður að hafa nóg að gera

26.8.2016 Aníta Rut Axelsdóttir er 22 ára tannlæknisfræðinemi. Í sumar starfaði hún sem aðstoðarmaður hjá kjálkaskurðlækni og líka sem þjónn á Fiskmarkaðnum. Hún er trúlofuð og hennar helstu áhugamál eru að baka og að skreyta kökur. Hún er ein af þeim sem tekur þátt í Ungfrú Íslandi en keppnin fer fram í Hörpu á laugardaginn. Meira »

Minnkaði át á piparhúðuðu Nóa kroppi

25.8.2016 Jóhanna Sigurrós Pétursdóttir er 20 ára og starfar hjá Blue Car Rental í Keflavík. Hún er á lausu og elskar að ferðast, stunda útivist, dansa, föndra og teikna. Hún er ein af þeim sem tekur þátt í Ungfrú Íslandi 2016 en keppnin fer fram í Hörpu á laugardaginn. Meira »

Elskar að ná markmiðum sínum

25.8.2016 Alexandra Ríkharðsdóttir er tvítugur balletkennari hjá Plié listdansskóla. Hún er á föstu en hennar helstu áhugamál eru ballet, hreyfing og útivist. Hún er ein af þeim sem tekur þátt í Ungfrú Íslandi en keppnin fer fram í Hörpu á laugardaginn. Meira »

Gerir endalausar tilraunir í eldhúsinu

24.8.2016 Ástríður Guðrún Einarsdóttir er 22 ára og starfar í móttökunni í Laugum Spa og í umönnun í Eirarhúsum. Hún er ein af þeim sem tekur þátt í Ungfrú Íslandi í ár en keppnin fer fram á laugardaginn í Hörpu. Hennar helstu áhugamál eru að hreyfa sig, ferðast, bakstur og eldamennska. Meira »

Elskar óvæntar uppákomur

24.8.2016 Hulda Margrét Sigurðardóttir er 22 ára. Hún starfar hjá Airport Hotel Aurora Star þar sem hún aðstoðar við hótelrekstur og vinnur ýmis störf eins og bókhald og netvinnslu. Hún er einhleyp en hennar helstu áhugamál eru útivist og hreyfing. Hún æfir blak, spilar tennis, fer á bretti og hefur unun af fjallgöngum. Hún er ein af þeim sem tekur þátt í Ungfrú Íslandi en keppnin fer fram á laugardaginn í Hörpu. Meira »

Lítur upp til sterkra og ákveðinna kvenna

24.8.2016 Ester Elísabet Gunnarsdóttir mun fagna 19 ára afmæli sínu í nóvember. Hún er nemi á eðlisfræðibraut í Menntaskólanum í Reykjavík og útskrifast þaðan næsta vor. Með skólanum vinnur hún á Apótekinu sem þjónn. Ester Elísabet er einhleyp en hún hefur áhuga á ferðalögum, félagsstörfum, hreyfinu, lestri og förðun. Hún er ein af þeim sem tekur þátt í Ungfrú Íslandi en keppnin fer fram 27. ágúst í Hörpu. Meira »

Dreymir um að gefa út plötu

24.8.2016 Dagbjört Rúriksdóttir er ein af þeim sem tekur þátt í Ungfrú Íslandi í ár en keppnin fer fram 27. ágúst í Hörpu. Hún er stuðningsfulltrúi á frístundaheimilinu Guluhlíð. Dagbjört er einhleyp en hennar helstu áhugamál eru að syngja, spila tennis, hlusta á tónlist, ferðast, lesa góðar bækur og verja tíma með þeim sem henni þykir vænt um. Auk þess finnst henni gott að borða góðan mat og drekka gott vín. Meira »

Telmu dreymir um að læra sálfræði

23.8.2016 Telma Rut Sigurðardóttir er 23 ára naglasnyrtifræðingur. Hún er í sambúð og hennar helstu áhugamál eru samkvæmisdans. Auk þess hefur hún mikinn áhuga á heilbrigðum lífsstíl, ferðalögum og hundum. Telma Rut er ein af þeim sem tekur þátt í Ungfrú Íslandi 2016. Keppnin fer fram í Hörpu 27. ágúst. Meira »

Ætlar að vera búin að stofna fjölskyldu eftir 10 ár

23.8.2016 Agnes Ómarsdóttir er 18 ára nemi á náttúrufræðibraut við Kvennaskólann í Reykjavík. Hún er ein af þeim sem tekur þátt í keppninni um Ungfrú Ísland sem fram fer í Hörpu 27. ágúst. Hún er einhleyp og hefur mikinn áhuga á tónlist. Agnes hefur spilað á píanó frá því hún var sjö ára en hún hefur einnig mikinn áhuga á samkvæmisdansi. Meira »

Mamman er fyrirmyndin í lífinu

23.8.2016 Sunna Dögg Jónsdóttir er 19 ára framhaldsskólanemi og íþróttamaður. Hún er ein af þeim sem tekur þátt í Ungfrú Íslandi en keppnin fer fram í Hörpu 27. ágúst. Sunna Dögg er einhleyp og hennar helsta áhugamál er handbolti. Hún hefur æft handbolta frá 8 ára aldri og gekk nýlega til liðs við meistaraflokk Aftureldingar. Meira »

Verð pottþétt í útlöndum að gera frábæra hluti

22.8.2016 Kolfinna Þorgrímsdóttir er 20 ára fyrirsæta sem starfar hjá Eskimo Models. Hún er ein af þeim sem tekur þátt í Ungfrú Íslandi en keppnin fer fram í Hörpu 27. ágúst. Kolfinna er einhleyp en hennar helstu áhugamál eru ferðalög, söngur og fyrirsætustörf. Meira »

Mig dreymir um að verða „wedding planner“

22.8.2016 Anna Lára Orlowska starfar í félagsmiðstöð með unglingum og segir að það sé alveg ótrúlega skemmtilegt og gefandi starf. Hún er 22 ára og er ein af þeim sem tekur þátt í Ungfrú Íslandi en keppnin fer fram í Hörpu 27. ágúst. Anna Lára er á föstu og hennar helstu áhugamál eru Zumba, frisbígolf og að föndra. Meira »

Kennir spinning sex sinnum í viku

22.8.2016 Elfa Rut Gísladóttir er 20 ára hóptímakennari og starfsmaður í World Class. Hún er ein af þeim sem taka þátt í Ungfrú Ísland en keppnin fer fram 27. ágúst í Hörpu. Elfa Rut er einhleyp en hennar helstu áhugamál eru hreyfing, ferðalög og svo elskar hún að borða mat. Meira »

Vill vera besta útgáfan af sér

22.8.2016 Sigríður Guðrún Sigurmundsdóttir er ein af þeim sem tekur þátt. Hún er 18 ára og starfar í afgreiðslunni í Hreyfingu Heilsulind með skólanum. Hennar helstu áhugamál eru dans, tíska og fyrirsætustörf. Sigríður Guðrún er á lausu. Meira »

Hátt í 200 umsóknir í Ungfrú ísland

26.5.2016 Tilkynnt verður hvaða stúlkur bítast um titilinn fegurðardrottning Íslands í byrjun júnímánaðar en hátt í 200 umsóknir bárust í Ungfrú Ísland-keppnina í ár. Keppnin verður haldin 27. ágúst nk. í Hörpu og segir Fanney Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri keppninnar og fyrrverandi fegurðardrottning, að hún verði með svipuðu sniði og í fyrra. Meira »