Frá Sýrlandi til Evrópu

Milljónir Sýrlendinga hafa neyðst til þess að flýja heimili sín vegna stríðsins sem geisað hefur í landinu frá árinu 2011. Á rúmu ári komu yfir ein milljón flóttamanna til grísku eyjunnar Lesbos en íbúar hennar eru um 90 þúsund talsins. Eftir að Evrópusambandið og Tyrkland gerðu samkomulag um að stöðva för flóttafólks til Evrópu hefur gengið illa að komast frá Lesbos til meginlandsins. Biðin tekur allt að 15 mánuði í stað nokkurra daga áður.

RSS