Sjálfstæðisflokkurinn fær hreinan meirihluta í Kópavogi samkvæmt nýrri könnun

Kópavogur.
Kópavogur. mbl.is/Loftmyndir ehf.

Samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar fyrir NFS fréttastöðina, á fylgi stjórnmálaflokka fyrir sveitastjórnarkosningar í Kópavogi, myndi Sjálfstæðisflokkurinn líklega rétt ná hreinum meirihluta atkvæða, fengi sex bæjarfulltrúa en Samfylkingin bætir einnig við sig fylgi. Flosi Eiríksson myndi ná sæti í bæjarstjórn. Framsóknarflokkurinn mælist með 11,7%, en var með 27,9% í seinustu sveitastjórnarkosningum. Vinstri-grænir fá tæp 7%. Sjálfstæðisflokkurinn er með 46,8% fylgi og Samfylkingin 34,7%.

mbl.is