Minnihluti með fortíðarlausnir - segir Svandís

Svandís Svavarsdóttir hefur áhyggjur af framtíð borgarinnar.
Svandís Svavarsdóttir hefur áhyggjur af framtíð borgarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Svandís Svavarsdóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir að það skjóti skökku við að Björn Ingi Hrafnsson sé orðinn áttundi maðurinn sem Sjálfstæðisflokkinn vantaði til að mynda meirihluta. „Þarna er minnihluti fylgisins að mynda meirihluta, þarna eru flokkar með undir 50% fylgi samtals að mynda meirihluta um fortíðarlausnir í samgöngumálum og uppbyggingu borgarinnar," sagði Svandís í samtali við fréttastofu RÚV.

„Mér finnst þetta merkileg leið til endurreisnar Framsóknarflokksins eins og Björn Ingi talaði um á kosningarnótt...þetta er fyrsta skref í þeirri furðulegustu endurreisn sem ég hef á ævi minni vitað," sagði Svandís.

mbl.is