Árna Johnsen veitt uppreist æru

Árni Johnsen
Árni Johnsen

Árna Johnsen, fyrrverandi þingmanni, hefur verið veitt uppreist æru, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Í Fréttablaðinu segir að handhafar forsetavaldsins, Geir H. Haarde, forsætisráðherra, Gunnlaugur Claessen, forseti Hæstaréttar og Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, hafi undirritað skjal þess efnis að beiðni Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumálaráðherra.

mbl.is