Miðstjórnarfundur Framsóknarflokks á morgun

Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins verður haldinn á morgun, laugardag, á Hótel Loftleiðum.

Fundurinn hefst klukkan 10 og er áætlað að honum ljúki um kl. 17.

Fundurinn hefst með ræðu formanns Framsóknarflokksins, Jóns Sigurðssonar, en síðan mun Sæunn Stefánsdóttir, ritari flokksins, flytja skýrslu landsstjórnar.

Þá munu formenn nefnda miðstjórnar flytja skýrslur sínar. G. Valdimar Valdemarsson flytur skýrslu málefnanefndar, Jón Sveinsson skýrslu laganefndar, Helga Sigrún Harðardóttir skýrslu fræðslu- og kynningarnefndar og Helgi S. Guðmundsson skýrslu fjármálanefndar.

Þá verða almennar umræður um skýrslurnar og síðan verður fjallað um flokksstarfið og kosningarnar sem framundan eru á vori komanda. Loks verður kjörið í nefndir miðstjórnar Framsóknarflokksins samkvæmt lögum hans og er gert ráð fyrir að fundinum ljúki um fimmleytið um daginn.

Að loknum miðstjórnarfundi verður móttaka á vegum Landssamtaka Framsóknarkvenna (LFK) vegna 25 ára afmælis samtakanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert