Kallaði lögreglu að Útvarpshúsinu

Björn Malmqvist tók við listunum úr hendi Ástþórs.
Björn Malmqvist tók við listunum úr hendi Ástþórs. Golli

Ástþór Magnússon kallaði til lögreglu að Útvarpshúsinu nú um tvöleytið þar sem hann taldi stofnunina hafa framið lögbrot með því að birta ekki lista flokksins á heimasíðu sinni, samhliða listum annarra flokka sem þar eru flokkaðir eftir kjördæmum.

Hrópaði hann í gegn um gjallarhorn að aðeins sex dagar væru til kosninga og lét sírenuvæl hljóma um anddyri Útvarpshússins. Þótt lögregla kæmi á staðinn lét hún málið afskiptalaust.

Björn Malmqvist fréttamaður ræddi við Ástþór og tók við umræddum listum úr hendi hans. Hann lofaði að koma athugasemdum Ástþórs á framfæri við þá sem málið varðaði innan stofnunarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina