D og S listi stærstir

Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin mælast með mest fylgi í Suðurkjördæmi samkvæmt könnun, sem Capacent Gallup hefur gert fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið. Fylgi Sjálfstæðisflokks mælist 27,7% og Samfylkingarinnar 27,2%.

Fylgi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs mælist 23,7% og Framsóknarflokksins 14,3%. Frjálslyndi flokkurinn mælist með 3,7% fylgi, Borgarahreyfingin 2,5% og Lýðræðishreyfingin 0,9%.

Samkvæmkvæmt þessu fá bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking 3 þingmenn kjörna, Vinstri grænir 2 og Framsóknarflokkur 1. Samfylking og VG bæta við sig kjördæmakjörnum manni samkvæmt þessu en Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur tapa manni hvor flokkur.

Fram kemur í könnuninni að síðastur inn er þriðji maður Samfylkingar og næstur inn væri þriðji maður Vinstri grænna.

50,7% þeirra sem tóku afstöðu sögðust styðja ríkisstjórnina en 49,3% sögðust vera henni andvíg.

Könnunin var gerð 16. til 19. apríl, úrtakið var 800 manns og svarhlutfall 61%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka