Stjórnarsáttmáli í smíðum

Jóhanna Sigurðardóttir tók á móti Steingrími J. Sigfússyni á heimili ...
Jóhanna Sigurðardóttir tók á móti Steingrími J. Sigfússyni á heimili sínu daginn eftir kosningar með þátttöku Dags B. Eggertssonar og Katrínar Jakobsdóttur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Forystumenn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs hafa í dag átt fundi um gerð nýs stjórnarsáttmála og áframhaldandi stjórnarsamstarf flokkanna, samkvæmt upplýsingum frá Hrannari Birni Arnarssyni, aðstoðarmanni Jóhönnu Sigurðardóttir.

Vinnunni verður framhaldið í kvöld og á morgun í starfshópum og á vettvangi forystumanna flokkanna. Vinnan gengur vel og í samræmi við áætlun.

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, oddvitar ríkisstjórnarflokkanna.
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, oddvitar ríkisstjórnarflokkanna. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is