Margrét sátt og þakklát

Margrét Sverrisdóttir og Dagur B. Eggertsson
Margrét Sverrisdóttir og Dagur B. Eggertsson mbl.is/Ómar

Margrét K. Sverrisdóttir er í 8. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna í vor þegar talin hafa verið 2.212 atkvæði, en talið er að um 2.800 manns af 7.874 á kjörskrá hafi kosið í prófkjörinu.

„Ég er mjög sátt og þakklát, því ég er alveg ný í þessum flokki og var örugglega með ódýrustu prófkjörsbaráttuna,“ segir hún.

Margrét segist hafa rennt blint í sjóinn og áréttar að úrslitin liggi ekki enn fyrir og því geti röðin breyst. Samfylkingin er með fjóra borgarfulltrúa.

mbl.is